Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 08. júní 2023 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sá strax á fyrstu æfingu hvað hann er ótrúlega mikill fagmaður"
Icelandair
watermark Hareide ræðir við aðstoðarmann sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, á æfingu í gær.
Hareide ræðir við aðstoðarmann sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr kafli er hafinn hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við og stefnir á að koma liðinu í lokakeppni Evrópumótsins.

Hareide er búinn að stýra sínum fyrstu æfingum í þessari viku en leikmenn eru komnir saman hér á landi fyrir mikilvæga leiki í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Þrír leikmenn voru til viðtals fyrir æfingu í gær; landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sævar Atli Magnússon. Allir voru þeir spurðir út í Hareide og hvernig fyrstu kynnin voru af honum. Allir voru þeir mjög jákvæðir fyrir þessum nýja kafla.

„Það er bara ein æfing búin og einn fundur. Þessir dagar fara væntanlega mikið í fundarhöld af því að hann hefur ekki mjög mikinn tíma með öllum hópnum saman. Það er gott að vita að hann er með skýra mynd og veit hvað hann vill," sagði Aron Einar, en það hefur áður gengið vel að fá þjálfara frá Norðurlöndum til að stýra liðinu. Mun það líka virka vel í þetta sinn?

„Það á eftir að koma í ljós en ég hef fulla trú á því. Það er flott að vera með þjálfara sem er með skýra mynd og reynslu. Maður sér að KSÍ er að sækja í þessa reynslu sem hefur virkað áður. Það er mikilvægt fyrir okkur líka."

Sævar Atli tók undir með fyrirliðanum. „Mér líst ógeðslega vel á hann. Maður sá það strax á fyrstu æfingu hvað hann er ótrúlega mikill fagmaður. Hann er strax kominn með hugmyndir hvað hann ætlar að gera. Maður finnur að hann er með reynslu og kann þetta. Svo er Jói Kalli geggjaður líka. Ég er mjög spenntur að læra af þeim og leikmönnunum inn á vellinum."

Þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir mig
Arnar Þór Viðarsson var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í mars síðastliðnum. Í kjölfarið sendu nokkrir leikmenn honum kveðju og þar á meðal var Ísak Bergmann.

„Hann hefur gert mjög mikið fyrir mig. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við þurfum að fylgja henni. Age er gríðarlega reynslumikill þjálfari og Skandinavískir þjálfarar hafa reynst okkur vel í gegnum tíðina. Það er full einbeiting á það að komast á EM og það breytist ekkert. Age er með reynsluna af því að komast á EM," sagði Ísak en hann er þakklátur Arnari.

„Já, auðvitað. Hann gaf mér mína fyrstu landsleiki. Erik (Hamren) reyndar gaf mér fyrsta landsleikinn en ég fékk fyrstu alvöru landsleikirnir voru hjá Arnari. Ég er þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir mig."

Ísak er spenntur fyrir nýjum tímum með Hareide. „Hann mun klárlega nýtast okkur vel upp á það að komast á EM."
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Sævar léttur: Ætli maður veiti ekki gamla manninum samkeppni?
Aron Einar: Gott að vera loksins kominn heim
Athugasemdir
banner