Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
   mán 08. júlí 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningarnar eru út um allt. Þetta var ótrúlega sérstakur leikur, mér finnst ótrúlegt að við hefðum náð stigi út úr þessu og ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að hafa klárað það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Þór á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

„Við byrjum frábærlega og erum töluvert sterkari aðilinn fyrsta hálftímann, það er svekkjandi að skapa ekki meira á þeim tíma. Þeir byrja að hitna aðeins þegar líður á og svo gera þeir breytingu í hálfleik sem er helvíti góð. Ég var óánægður með mína menn sem voru svolítið lengi að bregðast við," sagði Halli.

„Við hugsuðum að við gætum fengið eitt horn eða eitt móment til að jafna leikinn. Dagur Ingi tók það móment heldur betur og jafnaði leikinn sem var galið úr því sem komið var."

Grindvíkingar jöfnuðu metin undir lok leiksins en þá voru þeir orðnir tveimur færri. Halli sagði sína hlið á báðum rauðu spjöldunum en Nuno Malheiro fékk seinna rauða spjaldið.

„Mér fannst það vera víti svo ræddi ég við dómarann og hann útskýrir hvað hann hafi séð þá sættir maður sig við það. Að því sögðu þá fannst mér hann ekki láta sig detta, mér fannst vera farið utan í hann en ekki nóg til að réttlæta vitaspyrnu. Rauða spjaldið er síðan bara klárt rautt, hann tekur mann niður sem er að sleppa í gegn," sagði Halli.

Eric Vales Ramos fékk seinna rauða spjaldið eftir glannalega tæklingu.

„Þetta var groddaraleg tækling. Ég er frekar nýr í þessu og leikirnir eru dæmdir mismunandi, ég hef séð menn sleppa með svona tæklingar og aðra fá rautt. Þetta er minn maður þá hefði ég auðvitað viljað að hann myndi sleppa en þetta er sennilega bara rautt," sagði Halli.


Athugasemdir
banner
banner