Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mán 08. júlí 2024 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halli Hróðmars eftir dramatík á Akureyri - „Galið úr því sem komið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer bjargaði stigi fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningarnar eru út um allt. Þetta var ótrúlega sérstakur leikur, mér finnst ótrúlegt að við hefðum náð stigi út úr þessu og ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að hafa klárað það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Þór á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Grindavík

„Við byrjum frábærlega og erum töluvert sterkari aðilinn fyrsta hálftímann, það er svekkjandi að skapa ekki meira á þeim tíma. Þeir byrja að hitna aðeins þegar líður á og svo gera þeir breytingu í hálfleik sem er helvíti góð. Ég var óánægður með mína menn sem voru svolítið lengi að bregðast við," sagði Halli.

„Við hugsuðum að við gætum fengið eitt horn eða eitt móment til að jafna leikinn. Dagur Ingi tók það móment heldur betur og jafnaði leikinn sem var galið úr því sem komið var."

Grindvíkingar jöfnuðu metin undir lok leiksins en þá voru þeir orðnir tveimur færri. Halli sagði sína hlið á báðum rauðu spjöldunum en Nuno Malheiro fékk seinna rauða spjaldið.

„Mér fannst það vera víti svo ræddi ég við dómarann og hann útskýrir hvað hann hafi séð þá sættir maður sig við það. Að því sögðu þá fannst mér hann ekki láta sig detta, mér fannst vera farið utan í hann en ekki nóg til að réttlæta vitaspyrnu. Rauða spjaldið er síðan bara klárt rautt, hann tekur mann niður sem er að sleppa í gegn," sagði Halli.

Eric Vales Ramos fékk seinna rauða spjaldið eftir glannalega tæklingu.

„Þetta var groddaraleg tækling. Ég er frekar nýr í þessu og leikirnir eru dæmdir mismunandi, ég hef séð menn sleppa með svona tæklingar og aðra fá rautt. Þetta er minn maður þá hefði ég auðvitað viljað að hann myndi sleppa en þetta er sennilega bara rautt," sagði Halli.


Athugasemdir
banner
banner