Það var svekktur Guðjón Pétur Lýðsson sem kom í viðtal eftir tap fyrir FH í kvöld.
"Við erum gríðarlega svekktir eftir þennan leik, þetta var downleikur hjá okkur og mér fannst við ekki nógu góðir."
"Við erum gríðarlega svekktir eftir þennan leik, þetta var downleikur hjá okkur og mér fannst við ekki nógu góðir."
Valsmenn klikkuðu á víti í fyrri hálfleik en það var annað atvik sem Guðjón pirraði sig meira á.
"Það geta allir klúðrað víti, en mér finnst enn meira svekkjandi að við áttum að fá annað víti þegar Bjarni skýtur í hendina á honum. FH-ingarnir hópuðust að dómaranum allan leikinn og hann guggnaði á því að dæma þar víti.
Kredit til FH. Þeir kunna þetta, í hvert sinn sem hann dæmdi gerðu þeir aðsúg að honum, þeir gerðu þetta mjög vel í dag og það væri gaman ef við fengjum svona respect".
Heimir afskrifaði FH úr titilbaráttu um helgina, beit sú hugarleikfimi á Valsmenn?
"Nei. Þetta svokallaða "mindgames" var frekar barnalegt, það vita allir að FH er ekkert að leyfa einum eða neinum að koma hingað og taka stig. Við chokuðum bara sjálfir og það kemur mindgames ekkert við."
Nánar er rætt við Guðjon í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir