Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall frá Chelsea fyrir um 28 milljónir punda.
Dewsbury-Hall er 26 ára gamall og hefur skrifað undir fimm ára samning við Everton til sumarsins 2030. Dewsbury-Hall er uppalinn hjá Leicester og er fimmti leikmaðurinn sem Everton fær til sín í sumar. Áður hafði Everton fengið Charly Alcaraz, Thierno Barry, Mark Travers og Adam Aznou.
„Ég er í hreinskilni sagt mjög spenntur, fjölskylda mín líka. Það er mikil spenna," segir Dewsbury-Hall sem segir að stjórinn David Moyes og nýr leikvangur félagsins séu meðal þess sem hafi verið aðdráttarafl.
„Eftir að ég ræddi við stjórann og hann sýndi mér metnaðinn, nýja leikvanginn og allt það, þá fann ég að þetta væri rétta félagið. Ég hef spilað á öllum völlum ensku úrvalsdeildarinnar og þessi er hreinlega magnaður."
Dewsbury-Hall er 26 ára gamall og hefur skrifað undir fimm ára samning við Everton til sumarsins 2030. Dewsbury-Hall er uppalinn hjá Leicester og er fimmti leikmaðurinn sem Everton fær til sín í sumar. Áður hafði Everton fengið Charly Alcaraz, Thierno Barry, Mark Travers og Adam Aznou.
„Ég er í hreinskilni sagt mjög spenntur, fjölskylda mín líka. Það er mikil spenna," segir Dewsbury-Hall sem segir að stjórinn David Moyes og nýr leikvangur félagsins séu meðal þess sem hafi verið aðdráttarafl.
„Eftir að ég ræddi við stjórann og hann sýndi mér metnaðinn, nýja leikvanginn og allt það, þá fann ég að þetta væri rétta félagið. Ég hef spilað á öllum völlum ensku úrvalsdeildarinnar og þessi er hreinlega magnaður."
KDH is a Blue! ???????? pic.twitter.com/Vw2nEKqpAN
— Everton (@Everton) August 6, 2025
Athugasemdir