Lars Lagberack, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, ætlaði sér að mæta til Íslands í vikunni og þjálfa í Valsakademíunni, námskeiði sem er haldið á Hlíðarenda fyrir unga iðkendur.
Heimir Hallgrímsson og Lars, sem þjálfuðu landsliðið saman með mögnuðum árangri, ætluðu að sameina krafta sína á nýjan leik á námskeiðin.
Heimir Hallgrímsson og Lars, sem þjálfuðu landsliðið saman með mögnuðum árangri, ætluðu að sameina krafta sína á nýjan leik á námskeiðin.
Lars slasaðist hins vegar við garðvinnu um helgina. Hann fór úr mjaðmarlið og þurfti tafarlaust að fara í aðgerð.
Hann hefur núna sent Valsmönnum kveðju þar sem hann segist stefna á það að komast á næsta ári.
„Gamli maðurinn sem nær ekki að halda sér heilum vill senda ykkur kveðju," segir Lars í myndbandinu.
„Ég er mjög leiður að komast ekki því mér hlakkaði mikið til að hitta ykkur á Íslandi og hitta gamla vini. Ég vil koma á næsta ári eða kannski seinna á þessu ári."
„Ég vil óska ykkur í Val alls hins besta. Haldið áfram að leggja mikið á ykkur. Vonandi sé ég marga leikmenn frá Val koma upp í landsliðið. Áfram Ísland," segir Lars en myndbandið er í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir