
Leiknir Reykjavík hefur selt sóknarmanninn Stefan Bilic til serbneska félagsins Vozdovac í Belgrad.
Stefan er 18 ára gamall og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki á síðasta ári, þar sem hann kom við sögu í sjö leikjum í Lengjudeildinni.
Stefan er 18 ára gamall og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki á síðasta ári, þar sem hann kom við sögu í sjö leikjum í Lengjudeildinni.
Í sumar hefur hann bara spilað með 2. flokki Leiknismanna og ekkert komið við sögu í meistaraflokki, nema í einum leik í Lengjubikarnum.
„Leiknir óskar þessum unga leikmanni góðs gengis hjá Vozdovac," segir í tilkynningu Leiknis.
Vozdovac er í næst efstu deild í Serbíu og endaði þar í fimmta sæti á síðasta tímabili.
Athugasemdir