Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 14:48
Elvar Geir Magnússon
Chelsea líklegt til að gera tilboð í Garnacho
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Chelsea hyggst leggja aukna áherslu á að fá Alejandro Garnacho frá Manchester United og Xavi Simons frá RB Leipzig og gæti selt Nicolas Jackson.

Chelsea hefur verið að gera breytingar á sóknarmannaúrvali sínu og fengið inn Liam Delap, Joao Pedro og Jamie Gittens.

Garnacho hefur ekki tekið þátt í undirbúningstímabili United og er talið að hann sé falur fyrir um 50 milljónir punda. Chelsea vill þó ekki borga það mikið.

Guardian segir að Argentínumaðurinn hafi áhuga á að fara til Chelsea en þessi 21 árs leikmaður er ekki í áætlunum Rúben Amorim á Old Trafford. Chelsea sé líklegt til að gera tilboð í Garnacho.

Chelsea er í viðræðum við RB Leipzig um Ximons en hann er sagður vera með munnlegt samkomulag við Lundúnafélagið um kaup og kjör, þrátt fyrir að Bayern München hafi sýnt áhuga. Simons er 22 ára og getur leyst mörg hlutverk í sókninni.
Athugasemdir
banner
banner