Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið verður meistari?
Liverpool er ríkjandi Englandsmeistari.
Liverpool er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: EPA
Stefán Árni er einn af þeim sem svara. Hann verður með þættina VARsjáin ásamt Alberti Ingasyni öll þriðjudagskvöld á Sýn Sport í vetur. Þar verður fjallað um enska boltann á skemmtilegan máta.
Stefán Árni er einn af þeim sem svara. Hann verður með þættina VARsjáin ásamt Alberti Ingasyni öll þriðjudagskvöld á Sýn Sport í vetur. Þar verður fjallað um enska boltann á skemmtilegan máta.
Mynd: Dagrún Ása
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur 15. ágúst næstkomandi. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.

Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við fyrstu spurningunni sem er einfaldlega hvaða lið verður enskur meistari á komandi tímabili?

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Liverpool.

Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Liverpool.

Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH
Þetta verður ár Arsenal.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Liverpool. My guys klára þetta.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Þjálffræðilegt afrek ef Liverpool myndi fumbla þessu. Sem þeir gera, það er komið að Arsenal.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Manchester City.

Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Liverpool er langlíklegast núna. Fengu sterka leikmenn inn í sumar. City mun eiga gott tímabil og veita harða samkeppni.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Liverpool verða meistarar. No diggedy, no doubt.

Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Liverpool.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Man City.
Athugasemdir
banner