![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Ísland tapaði 4-1 gegn Belgíu þegar liðin áttust við í Þjóðadeildinni í dag. Það vantaði marga lykilmenn í íslenska liðið og þetta var erfiður leikur þó byrjunin hafi verið mjög góð.
Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn.
Ögmundur Kristinsson 5
Hefði átt að gera betur í öðru marki Belgíu þegar hann varði beint fyrir fætur Batshuayi. Átti mjög flotta vörslu undir lok fyrri hálfleiks þar sem hann var fljótur niður.
Hjörtur Hermannsson 4
Nokkuð fínn varnarlega framan af en var út úr stöðu í fimmta markinu. Réði lítið við hraðann í Doku.
Hólmar Örn Eyjólfsson 5
Að lokum þetta var oft stórt verkefni fyrir hann og Jón Guðna.
Jón Guðni Fjóluson 4
Var að dekka Witsel í fyrsta markinu en þegar frákastið datt fyrir Witsel þá fór hann niður á línu og reyndi að bjarga. Hefði átt að vera nær Batshuayi í fjórða markinu en það var virkilega vel klárað hjá framherjanum. Hann og Hólmar ekki sannfærandi.
Ari Freyr Skúlason 4
Langt frá því að vera besti leikur Ara fyrir landsliðið. Seldi sig dýrt í þriðja markinu þegar De Bruyne var með boltann.
Andri Fannar Baldursson 5
Fyrsti A-landsleikurinn hjá þessum unga manni. Hent í djúpu laugina og virtist frekar stressaður.
Guðlaugur Victor Pálsson 5
Var frábær á móti Englandi, en ekki jafngóður í dag. Mikið opið á miðsvæðinu og þar stjórnaði De Bruyne ferðinni.
Birkir Bjarnason 6 - besti maður Íslands
Ábyrgðin meiri á honum í þessu verkefni en venjulega. Það sást að liðsfélagarnir leituðu mikið til hans inn á vellinum. Átti frábæra sendingu á Hólmbert snemma leiks sem sóknarmaðurinn átti að skalla í markið. Dalaði þegar líða fór á leikinn, en var samt skástur í liði Íslands.
Arnór Sigurðsson 5
Duglegur og kom sér í ágætis skotfæri í fyrri hálfleik. Skotið var hins vegar gripið. Reyndi sóknarlega en lenti líka í vandræðum varnarlega.
Hólmbert Aron Friðjónsson 6
Skoraði frábært mark til að koma Íslandi yfir eftir tíu mínútur. Hefði átt að skora tvö í þessum leik.
Albert Guðmundsson 5
Duglegur og vann nokkrum sinnum boltann. Gleymdi sér í að horfa á boltann í öðru markinu og gerði Batshuayi réttstæðan. Ógnaði nokkuð sóknarlega í seinni hálfleiknum eftir þriðja mark Belga.
Varamenn
Emil Hallfreðsson 5 (54)
Tókst ekki að gera mikið í þessum leik.
Jón Daði Böðvarsson 5 (70)
Tókst ekki að gera mikið í þessum leik.
Mikael Anderson 5 (72)
Tókst ekki að gera mikið í þessum leik. Varamennirnir komu allir inn í erfiða stöðu.
Athugasemdir