Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. september 2022 08:29
Elvar Geir Magnússon
Kyssti Meistaradeildarhúðflúrið sem hann fékk sér 13 ára gamall
Mynd: Getty Images
Draumur varð að veruleika hjá Giovanni Simeone, leikmanni Napoli, þegar hann lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Þegar Simeone var þrettán ára gamall þá fékk hann sér merki keppninnar húðflúrað á sig til að minna sig á markmið sín og drauma. Hann er 27 ára gamall.

Hann skoraði í 4-1 sigrinum gegn Napoli og fagnaði með því að smella kossi á húðflúrið. Tilfinningaríkt kvöld.

Simeone fjölskyldan átti góðan gærdag, Diego Simeone faðir Giovanni er stjóri Atletico Madrid sem vann Porto 2-1.

Þá má geta þess að Diego Simeone skoraði einnig þegar hann lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner