Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 17:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Arnar ákveðinn: Fáránleg umræða sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var rætt um frammistöðu Jóns Dags Þorsteinssonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net eftir leik Íslands og Aserbaísjan.

Tómas Þór Þórðarson var hugsi yfir hlutverk Jóns Dags á hægri kantinum, velti því fyrir sér hvort það hentaði honum og Valur Gunnarsson sagði að honum hafi fundist Jón Dagur svolítið týndur.

Nánar má kynna sér þeirra vangaveltur í hlekknum hér að neðan.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska liðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í umræðuna um Jón Dag.

„Mér fannst þessi umræða bara fáránleg því að Jón Dagur átti frábæran leik og lagði upp tvö mörk og það er bara punktur (fyrir aftan það). Það þarf ekki að svara fyrir það neitt meira, þetta var skrítin umræða sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum," sagði Arnar ákveðinn.

Ísland á leik gegn Frökkum á morgun í undankeppni HM. Sá leikur hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner