Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
„Kannski fáum við inn leikmann sem getur gert akkúrat öfugt við það sem Albert gerði"
Icelandair
Stór leikur á morgun.
Stór leikur á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert verður vonandi einungis fáar vikur að jafna sig á ökklameiðslunum sem hann lenti í.
Albert verður vonandi einungis fáar vikur að jafna sig á ökklameiðslunum sem hann lenti í.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Allir 23 leikmenn landsliðsins, sem mættir eru til Parísar, eru klárir í leikinn gegn Frakklandi. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í dag. Leikurinn gegn Frökkum fer fram annað kvöld, hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

„Það eru allir heilir, búið að vera óvenjulítið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessi ferð, menn bara ferskir. Ég á ekki von á því að einhver forfallist eftir þessa æfingu, það var ekki það mikið álag á henni; allir í góðu standi," segir Arnar.

Albert Guðmundsson meiddist gegn Aserbaísjan og fór ekki með til Frakklands. Ákveðið var að kalla ekki inn mann í staðinn fyrir hann.

„Við vorum ekki að íhuga að kalla einhvern í staðinn fyrir hann. Við töldum okkur vera vel í stakk búna að eiga við þessi forföll."

„Við munum kannski ekki beint breyta leikkerfinu út af meiðslunum, en oft með öðruvísi leikmanni kemur öðruvísi prófíll, (og þá í) þá stöðu sem Albert spilaði. Við getum vonandi nýtt það. Albert var ekkert æstur í að fara inn í teiginn og skalla boltann inn, en hann var frábær fyrir utan teiginn. Kannski fáum við inn leikmann sem getur gert akkúrat öfugt við það sem Albert gerði. Sá leikmaður þarf samt að sinna sömu skyldum og Albert gerði í varnarleiknum. Fegurðin við okkar hóp er að við erum með fjölbreyttan hóp af leikmönnum sem geta gert ýmsu stöður að sínum."

Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ísland 1 1 0 0 5 - 0 +5 3
2.    Frakkland 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Úkraína 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
4.    Aserbaísjan 1 0 0 1 0 - 5 -5 0
Athugasemdir
banner