
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er leikur gegn Íslandi í undankeppni HM. Fundurinn fór fram á Prinsavelli í París þar sem leikurinn fer fram annað kvöld.
Stór hluti fundarins, sem fór eingöngu fram á frönsku, fór í að ræða Ousmane Dembele og ósætti PSG með notkun Deschamps á honum í síðasta leik. Dembele og Desire Doue, leikmenn PSG, meiddust í leiknum gegn Úkraínu á föstudag. Deschamps vildi ekki ræða mikið um það, sagðist sjálfur taka ákvarðanirnar, ekki PSG.
Stór hluti fundarins, sem fór eingöngu fram á frönsku, fór í að ræða Ousmane Dembele og ósætti PSG með notkun Deschamps á honum í síðasta leik. Dembele og Desire Doue, leikmenn PSG, meiddust í leiknum gegn Úkraínu á föstudag. Deschamps vildi ekki ræða mikið um það, sagðist sjálfur taka ákvarðanirnar, ekki PSG.
Ein spurning var um komandi leik gegn Íslandi.
Deschamps sagði að íslenska liðið væri ekki jafn beinskeytt (e. direct) og áður, leikmenn væru búnir að spila lengi saman, væru hjá góðum liðum í Evrópu og ekki tilefni til þess að vanmeta Ísland; leikurinn verði ekki auðveldur.
Hann talaði um að íslenska liðið væri öflugt í föstum leikatriðum og það væru öflugir leikmenn í liðinu, það vanti Albert Guðmundsson en menn þekki Hákon Arnar Haraldsson.
Það verður fullur völlur á Prinsavelli annað kvöld. Spilað er á Parc des Princes en ekki Stade de France vegna þess að ekki tókst að semja við þá sem stýra Stade de France í aðdraganda undankeppninnar.
Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir