Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juve semur við Gatti eftir meiðsli Bremer
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Juventus er án miðvarðarins Gleison Bremer út tímabilið eftir að hann sleit krossband í frábærum sigri gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni.

Félagið er í leit að nýjum miðverði til að fylla í skarðið, þar sem Pierre Kalulu og Federico Gatti eru einu náttúrulegu miðverðirnir sem eru eftir í hóp. Fyrirliðinn Danilo og Kólumbíumaðurinn Juan Cabal geta þó einnig spilað í hjarta varnarinnar, en Juve er að leita sér að nýjum miðverði.

Samhliða því hefur félagið ákveðið að semja við Gatti, sem er 26 ára gamall og búinn að eiga góða byrjun á tímabilinu. Núverandi samningur Gatti gildir til 2028 en nýi samningurinn verður til 2029 og mun innihalda verulega launahækkun.

Gatti var varnarmaður ársins í Serie B með Frosinone tímabilið 2021-22 og keypti Juventus hann í sínar raðir í kjölfarið fyrir um 10 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner