
Unglingalandsliðskoann Ágústa María Valtýsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Val.
Hún lék á láni hjá Haukum í Lengjudeildinni í sumar og hefði fyrri samningur hennar við Val runnið út um áramótin.
Hún er nú samningsbundin út tímabilið 2028.
Hún lék á láni hjá Haukum í Lengjudeildinni í sumar og hefði fyrri samningur hennar við Val runnið út um áramótin.
Hún er nú samningsbundin út tímabilið 2028.
Í tilkynningu Vals ríkir gleði með undirskriftina því önnur félög í Bestu deildinni höfðu áhuga á henni.
Hún er fædd 2008 og skoraði þrjú mörk í sjö leikjum með Haukum í sumar.
Tilkynning Vals
Hin sautján ára gamla Ágústa María Valtýsdóttir uppalin Valsari hefur gert þriggja ára samning við félagið. Ágústa sem spilað einn leik með Val í sumar áður en hún var lánuð til Hauka og skoraði 3 mörk í 7 leikjum er afar efnilegur framherji sem á fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.
„Það eru mörg lið í deildinni sem vildu fá Ágústu til sín þannig við erum afar sátt með að hún hafi ákveðið að semja við okkur í Val. Ágústa er auðvitað uppalin hér á Hlíðarenda og er afar spennandi leikmaður. Kraftmikil, áræðin og svo hefur hún sýnt það að hún getur skorað mörk. Ágústa verður mikilvægur hlekkur í því sem er framundan hjá okkur kvennamegin,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals.
Athugasemdir