Keflavík og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið.
Gunnlaugur, sem er 31 árs varnarmaður, er uppalinn á Álftanesi en hóf meistaraflokksferill með Haukum árið 2011.
Gunnlaugur, sem er 31 árs varnarmaður, er uppalinn á Álftanesi en hóf meistaraflokksferill með Haukum árið 2011.
Hann gekk til liðs við Keflavík frá Kórdrengjum árið 2023 og lék 68 leiki með liðinu.
Hann spilaði aðeins tíu leiki í Lengjudeildinni í sumar þegar Keflavík tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri gegn HK í úrslitum umspilsins. Hann kom inn sem varamaður á 89. mínútu á Laugardalsvelli.
„Við þökkum Gunnlaugi kærlega fyrir hans framlag og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningu Keflavíkur.
Athugasemdir