Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   sun 08. desember 2024 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía best í grannaslagnum - Hildur skoraði fyrsta mark sitt á Spáni
Cecilía Rán hefur verið stórkostleg með Inter
Cecilía Rán hefur verið stórkostleg með Inter
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti fimm stjörnu frammistöðu er Inter gerði 1-1 jafntefli við Milan í nágrannaslag í Seríu A í dag.

Cecilía, sem er á láni hjá Inter frá Bayern München, hefur verið mikilvægasti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Hún hefur sannað sig sem einn besti markvörður Evrópuboltans og átti hún enn einn toppleikinn í dag.

Cecilía átti fjölmargar stórar vörslur í fyrri hálfleiknum og var áfram örugg á milli stanganna í síðari.

Án hennar hefði Inter fengið á sig urmul af mörkum en í staðinn tókst liðinu að taka stig. Undir lok leiks fékk Inter liðið færi til þess að stela sigrinum en tókst ekki að koma boltanum í netið og lokatölur 1-1.

Inter er í 3. sæti með 25 stig, sjö stigum frá toppliði Juventus.

Hildur Antonsdóttir skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Madrid sem vann Levante, 2-1, í Liga F á Spáni. Hún gerði fyrra markið í leiknum þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Miðjumaðurinn öflugi kom til Madrid frá Fortuna Sittard fyrir tímabilið og hefur hún reynst mikilvæg en Madrid er í 9. sæti með 16 stig.

Dagný Brynjarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk West Ham sem vann 5-2 sigur á Crystal Palace í WSL-deildinni. West Ham er í 8. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner