Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. janúar 2023 23:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikkel Dahl í HB (Staðfest) - „Breytti um leikstíl og ég passaði ekki inn í"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Danski framherjinn Mikkel Dahl er genginn til liðs við HB í Færeyjum en hann lék með Leikni síðasta sumar.


Hann segir frá því við undirskriftina hjá færeyska félaginu að veran á Íslandi hafi verið mikil vonbrigði. Leiknir féll niður í næst efstu deild.

„Já, ævintýrið á Íslandi voru vonbrigði. Það fór ekki vel og þegar liðið breytti um leikstíl passaði ég ekki inn í hann," sagði Dahl sem skoraði aðeins fjögur mörk fyrir Leikni í Bestu deildinni.

Dahl ætlaði sér svo sannarlega að gera betur þar sem hann gekk til liðs við Leikni einmitt frá HB þar sem hann skoraði 27 mörk í 25 leikjum tímabilið áður.

Sjá einnig:
„Náði aldrei takti og heilt yfir mikil vonbrigði"


Athugasemdir
banner
banner