Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. apríl 2021 10:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Elfsborg að kaupa Hákon frá Gróttu
Há­kon Rafn Valdi­mars­son, markvörður Gróttu.
Há­kon Rafn Valdi­mars­son, markvörður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Há­kon Rafn Valdi­mars­son, markvörður Gróttu, er að ganga í raðir sænska úr­vals­deild­ar­fé­lags­ins Elfs­borg samkvæmt heimildum mbl.is.

Elfsborg kaupir Hákon frá Gróttu en liðið endaði í öðru sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fyrra.



Há­kon er 19 ára gam­all en hef­ur verið aðal­markvörður Gróttu und­an­far­in þrjú tíma­bil. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi Max-deildina þar sem liðið lék á síðasta tímabili en féll beint aftur niður.

Hann á auk þess tvo lands­leiki að baki fyr­ir yngri landslið Íslands og var í loka­hóp U21-árs landsliðsins sem tók þátt á loka­móti EM í síðasta mánuði.

Nokkur erlend félagslið hafa verið með Hákon undir sinni smásjá, þar á meðal Norrköping en hann fór út til félagsins á reynslu.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net þá skrifar Hákon undir við Elfsborg á næstu dögum og fer til félagsins í júlí. Hann gæti því spilað fyrstu leiki Gróttu í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner