Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   sun 09. maí 2021 12:13
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Aston Villa og Man Utd: Cavani bekkjaður
Annar leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Aston Villa og Manchester United á Villa Park í Birmingham.

Þetta er fyrsti leikurinn af þremur á næstu sjö dögum hjá gestunum frá Manchester en þeir eru í fínum málum í öðru sæti deildarinnar. Vinni United í dag verður það tíu stigum á eftir grönnum sínum í Man City og með einn leik til góða.

Aston Villa hefur átt flott tímabil og situr liðið í ellefta sæti deildarinnar með 48 stig. Ef Villa vinnur í dag eða nær í stig fer það upp fyrir Arsenal á töflunni.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, gerir enga breytingu frá sigurleiknum góða gegn Everton í síðustu umferð.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, gerir eina breytingu frá 0-0 jafnteflisleiknum gegn Leeds í síðasta deildarleik United. Paul Pogba kemur inn í liðið fyrir Daniel James. Edinson Cavani er á bekknum í dag eins og gegn Leeds.

Aston Villa: Martínez, Cash, Konsa, Mings, Targett, Luiz, McGinn, Traoré, Barkley, El Ghazi, Watkins
(Varamenn: Heaton, Elmohamady, Nakamba, Chukwuemeka, Ramsey, Bidace, Davis, Wesley).

Manchester United: Henderson, Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Pogba, Bruno, Greenwood, Rashford.
(Varamenn: De Gea, Bailly, Cavani, Mata, Telles, Matic, Williams, de Beek, Tuanzebe).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner