Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   sun 09. maí 2021 18:31
Victor Pálsson
Spánn: Villarreal fékk fjögur á sig á heimavelli
Ekki fagnað í kvöld!
Ekki fagnað í kvöld!
Mynd: EPA
Villarreal 2 - 4 Celta
0-1 Santi Mina ('19 )
1-1 Moi Gomez ('25 )
1-2 Santi Mina ('34 , víti)
1-3 Brais Mendez ('45 , víti)
1-4 Augusto Solari ('57 )
2-4 Gerard Moreno ('87 , víti)

Lið Villarreal steinlá á heimavelli í dag gegn Celta Vigo er leikið var í 35. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Villarreal tryggði sér nýlega sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar en liðið sló Arsenal úr leik á fimmtudag.

Það virðist hafa verið einhver þynnka í liði Villarreal sem tapaði 4-2 og fengu á sig tvö víti í bæði fyrri og seinni hálfleik.

Sigurinn gerir mikið fyrir Celta sem er nú fjórum stigum frá Evrópusæti en Real Betis er í sjöunda sætinu og á leik til góða.

Villarreal er enn í sjötta sætinu með 52 stig en má varla við að tapa fleiri leikjum í baráttu um Evrópusæti.

Þess má geta að tveir leikmenn Villarreal fengu rautt spjald í leiknum en hvorugur þeirra var inni á vellinum. Leikmennirnir voru þeir Geronimo Rulli og Mario Gaspar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
9 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
10 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
11 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
15 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
16 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner