Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. júlí 2022 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Þjálfari Belgíu spurði um Söru - „Finn að spennustigið er lægra"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir á landsliðsæfingu.
Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var mætt á fréttamannafund í dag þar sem hún fór yfir stöðuna fyrir fyrsta leik á EM á móti Belgíu.

Sara segir að spennustigið í hópnum sé gott, það sé lægra en oft áður.

„Já, ég finn að spennustigið er lægra, það er ótrúlega rólegt og yfirvegað yfir hópnum. Það er ákveðin reynsla hjá þeim sem hafa farið áður á stórmót og líka komin miklu meiri reynsla hjá ungu leikmönnunum með því að spila í stórum deildum í dag og spila stóra leiki. Mér finnst ótrúlega gott jafnvægi í hópnum. Við erum rólegar, yfirvegaðar og okkur líður ótrúlega vel. Spennustigið er mjög gott," sagði Sara.

Sara þekkir helstu stjörnur Belgíu eftir að hafa spilað með þeim. Hún spilaði með Janice Cayman hjá franska stórliðinu Lyon á síðustu leiktíð. Hún veit til þess að belgíski landsliðsþjálfarinn er búinn að spyrja um hana.

„Þjálfarinn hennar var að spyrja hvort ég væri að fara spila eða ekki. Hún var bara að koma með uppfærslu til þjálfarans um stöðuna á mér," sagði Sara sem mun líklega leiða íslenska liðið út á völlinn á morgun.

Er í góðu standi
Sara eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári en er búin að leggja á sig ótrúlega vinnu og er komin til baka fyrir fyrsta leik á EM. Hún spilaði 90 mínútur í fyrsta sinn í langan tíma í æfingaleik gegn Póllandi á dögunum.

„Þetta voru fyrstu 90 mínúturnar í nokkra mánuði og mér leið bara frekar vel. Fyrstu 75 mínúturnar voru mjög góðar. Svo byrjaði ég aðeins að þreytast, skiljanlega. Það er mikilvægast hvernig ég kom út úr þessu. Ég endurheimti mjög vel og fljótt," sagði Sara á fréttamannafundinum.

Fáir áhorfendur
Fyrirliðinn hefur áður talað um það að hún sé ósátt við það hversu fáir áhorfendur komast að á morgun. Aðeins er pláss fyrir tæplega 5000 áhorfendur á fyrsta leik Íslands sem fer fram á akademíuvellinum í Manchester. Það er ekki mikið, sérstaklega í ljósi þess hve mikið kvennaboltinn hefur verið að vaxa.

„Ég er ekki að einbeita mér að því núna. Þetta er flottur leikvangur, City er með flotta aðstöðu og það er ekkert að henni. Ég er að einbeita mér að leiknum á morgun," sagði Sara á fréttamannafundinum.

Hún er einbeitt, eins og allt liðið. Stóra stundin er á morgun.

Sjá einnig:
„Ég er komin til baka, ég er orðin ég sjálf"
Segir blönduna góða og liðið gríðarlega öflugt
Sara er komin aftur - Fyrirliðinn fer yfir síðastliðin tvö ár
Athugasemdir
banner
banner
banner