Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarar sem breyta leiknum til hins betra fyrir íslenskan fótbolta
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Víkingur eru að sjá til þess að íslenskur karlafótbolti er að komast upp úr þeim ruslflokki sem hann var í.

Árangur þessara tveggja liða í Evrópukeppninni í ár hefur verið mjög góður. Þau eru bæði komin í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Stór ástæða fyrir þessum fína árangri eru þjálfararnir tveir, Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þeir eru tveir bestu þjálfararnir á Íslandi í dag - engin spurning um það.

„Þeir eru bara komnir lengra, þeir eru komnir lengra taktískt hvernig þeir hugsa fótbolta og hvernig þeir hugsa andstæðinginn," sagði Sverrir Mar Smárason í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þeir eru klárlega að breyta leiknum."

Bæði Breiðablik og Víkingur hafa sýnt mikið hugrekki í leikjum sínum í Evrópukeppninni og eru að mæta í þessa leiki án þess að leggjast í skotgrafirnar eins og raunin hefur oft verið með íslensk félagslið. Þessi lið þora og það er að virka.

Blikar og Víkingar eru klárlega tvö bestu lið landsins um þessar mundir og spila þau bæði skemmtilegan og árangursríkan fótbolta.

Á fimmtudaginn kemur það í ljós hvort þau komist áfram í næstu umferð en Víkingar eru í þrusugóðum möguleika á að gera afskaplega góða hluti í framhaldinu.
Útvarpsþátturinn - Íslenska fótboltavikan og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner