PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Brighton og Sunderland unnu bæði - Alvarez og Griezmann sáu um Newcastle
Habib Diarra tryggði Sunderland sigur
Habib Diarra tryggði Sunderland sigur
Mynd: EPA
Griezmann skoraði gegn Newcastle
Griezmann skoraði gegn Newcastle
Mynd: EPA
Sunderland og Brighton voru einu úrvalsdeildarfélögin sem náðu í sigur í æfingaleikjum dagsins.

Sunderland vann Augsburg, 1-0. Habib Diarra skoraði eina mark Sunderland á 14. mínútu og gat Eliezer Mayenda bætt við öðru en hann klikkaði af vítapunktinum og það gerði einnig Phillip TIetz í liði Augsburg.

Burnley tapaði fyrir Lazio með sömu markatölu og þá gerði Matias Soule sigurmark Roma gegn Everton á nýjum leikvangi enska félagsins.

Leeds og AC Milan skildu jöfn, 1-1, á Elland Road. Santiago Gimenez gerði mark Milan eftir hálftíma en það var þýski miðjumaðurinn Anton Stach sem jafnaði metin rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Niclas Füllkrug skoraði jöfnunarmark West Ham í 1-1 jafntefli gegn Lille í Lundúnum og þá tapaði Wolves fyrir Celta Vigo, 1-0, á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton.

Að lokum tapaði Newcastle United fyrir Atlético Madríd, 2-0, á St. James' Park. Julian Alvarez og Antoine Griezmann skoruðu mörk spænska liðsins.

Brighton vann þá Wolfsburg, 2-0. Brajan Gruda og Jeremy Sarmiento skoruðu mörk enska liðsins.

Úrslit og markaskorarar:

Newcastle 0 - 2 Atlético Madríd
0-1 Julian Alvarez ('50 )
0-2 Antoine Griezmann ('63 )

Everton 0 - 1 Roma
0-1 Matias Soule ('70 )

Leeds 1 - 1 AC Milan
0-1 Santiago Gimenez ('31 )
1-1 Anton Stach ('67 )

Augsburg 0 - 1 Sunderland/b>
0-1 Habib Diarra ('18 )

Burnley 0 - 1 Lazio
0-1 Matteo Cancellieri ('75 )

West Ham 1 - 1 Lille
0-1 Olivier Giroud ('45 )
1-1 Niclas Füllkrug ('87 )

Brentford 1 - 2 Gladbach
1-0 Romelle Donovan
1-1 Robin Hack
1-2 Florian Neuhaus

Brighton 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Brajan Gruda
2-0 Jeremy Sarmiento
Athugasemdir
banner