Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 09. ágúst 2025 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Bristol City fór illa með Sheffield United
Mynd: Bristol City
Sheffield Utd 1 - 4 Bristol City
0-1 Scott Twine ('5 )
1-1 Tyrese Campbell ('14 )
1-2 Ross Mccrorie ('26 )
1-3 Anis Mehmeti ('46 )
1-4 Scott Twine ('51 )

Bristol City fór illa með Sheffield United í 1. umferð Championship deildarinnar í kvöld.

Scott Twine kom Bristol yfir snemma leiks. Tyrese Campbell jafnaði metin stuttu síðar. Sheffield var mun meira með boltann og fékk góð tækifæri í fyrri hálfleik en Ross McCrorie sá til þess að Bristol var með forystuna í hálfleik þegar hann skoraði eftir sendingu frá Twine.

Anis Mehmeti bætti þriðja marki Bristol við strax í upphafi seinni hálfleiks. Það var síðan Twine sem fullkomnaði frábæran leik sinn þegar hann skoraði fjórða mark liðsins en McCrorie lagði upp markið í þetta sinn.

Bristol er á toppnum en Leicester eða Sheffield Wednesday geta endað fyrstu umferðina á toppnum, liðin mætast á morgun í síðasta leik umferðarinnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 4 4 0 0 7 1 +6 12
2 West Brom 4 3 1 0 6 3 +3 10
3 Stoke City 4 3 0 1 8 3 +5 9
4 Leicester 4 3 0 1 6 3 +3 9
5 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Birmingham 4 2 1 1 4 4 0 7
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Charlton Athletic 4 1 2 1 2 2 0 5
11 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
14 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 QPR 4 0 2 2 4 11 -7 2
20 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
21 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
22 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 4 0 0 4 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner