PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 16:26
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor með bandið er Plymouth tapaði öðrum leiknum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson var með fyrirliðabandið er Plymouth tapaði fyrir Bolton Wanderers, 2-0, í annarri umferð ensku C-deildarinnar í dag.

Plymouth féll úr B-deildinni í vor og hefur farið illa af stað í byrjun nýs tímabils.

Það tapaði fyrir Barnsley í fyrstu umferðinni og fylgdi því á eftir með öðru tapi í dag. Guðlaugur fór af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Plymouth er því án stiga eftir tvær umferðir en næst mætir liðið QPR í enska deildabikarnum áður en það spilar við Lincoln í deildinni.

Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn af bekknum í öðrum leik sínum með danska liðinu Kolding sem vann Breka Baldursson og félaga í Esbjerg, 2-0, í B-deildinni í Danmörku. Breki kom ekki við sögu í dag.

Kolding er á toppnum með 9 stig en Esbjerg í 6. sæti með 6 stig.

Viðar Ari Jónsson kom inn af bekknum hjá Ham/Kam sem tapaði fyrir Molde, 1-0. Ham/Kam er í 14. sæti með 17 stig.

Hákon Arnar Haraldsson byrjaði þá hjá Lille sem gerði 1-1 jafntefli við West Ham í æfingaleik á London-leikvanginum.
Athugasemdir
banner