PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 19:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kyle McLagan framlengir við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur tilkynnt að Kyle McLagan hefur framlengt samning sinn við félagið. Samningurinn er í gildi út árið 2028.

McLagan er 29 ára gamall varnarmaður. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2020.

Hann samdi þá við Fram en samdi síðan við Víking árið 2022 en hann sneri aftur til Fram í fyrra.

Hann hefur verið lykilmaður í liði Fram en hann hefur komið við sögu í 16 af 17 leikjum Fram í Bestu deildinni í sumar þar sem liðið er í 4. sæti.



Athugasemdir
banner
banner