PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 17:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Tvenna frá Liam Daða dugði ekki til
Lengjudeildin
Liam Daði Jeffs
Liam Daði Jeffs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 2 - 2 Þróttur R.
0-1 Liam Daði Jeffs ('59 )
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('64 )
1-2 Liam Daði Jeffs ('66 )
2-2 Arnar Pálmi Kristjánsson ('75 )

Völsungur fékk Þrótt í heimsókn á Húsavík í Lengjudeildinni í dag. Gestirnir voru með þónokkra yfirburði í fyrri hálfleik en staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik slapp Jakob Héðinn Róbertsson einn í gegn en skotið hans rétt framhjá markinu.

Liam Daði Jeffs kom inn á sem varamaður í lið Þróttar í hálfleik og hann lét til sín taka eftir klukkutíma leik þegar hann kom liðinu yfir. Fimm mínútum síðar náði Elfar Árni Aðalsteinsson að jafna metin.

Staðan var hins vegar ekki lengi jöfn því Liam Daði skoraði sitt annað mark og annað mark Þróttar aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Völsungs.

Völsungur sótti stíft í kjölfarið og það skilaði sér þegar Arnar Pálmi Kristjánsson skoraði með skoti fyrir utan teiginn og það var síðasta mark leiksins.

Völsungur er í 7. sæti með 19 stig en Þróttur er í 5. sæti með 29 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 16 9 7 0 38 - 15 +23 34
2.    ÍR 16 9 6 1 30 - 15 +15 33
3.    Þór 16 9 3 4 36 - 23 +13 30
4.    HK 16 9 3 4 29 - 18 +11 30
5.    Þróttur R. 16 8 5 3 30 - 25 +5 29
6.    Keflavík 16 7 4 5 34 - 27 +7 25
7.    Völsungur 16 5 4 7 27 - 33 -6 19
8.    Grindavík 16 5 2 9 32 - 44 -12 17
9.    Selfoss 16 4 1 11 16 - 32 -16 13
10.    Fjölnir 16 2 6 8 25 - 39 -14 12
11.    Fylkir 16 2 5 9 21 - 28 -7 11
12.    Leiknir R. 16 2 4 10 15 - 34 -19 10
Athugasemdir
banner