PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Sunderland sækir varnarmann frá Getafe
Mynd: EPA
Nýliðar Sunderland eru með galopið veski á lofti en félagið er nú að ganga frá kaupum á varnarmanninum Omar Alderete frá Getafe fyrir tæpar 10 milljónir punda.

Sky Sports segir félögin vera að leggja lokahönd á samkomulag og hefur leikmaðurinn þegar samþykkt að ganga í raðir Sunderland.

Alderete er 28 ára gamall landsliðsmaður Paragvæ sem spilar sem miðvörður.

Hann hefur spilað með Getafe síðustu þrjú árin en áður lék hann með Herthu Berlín, Basel, Huracan og Cerro Porteno.

Miðvörðurinn á 29 A-landsleiki og 3 mörk að baki með Paragvæ.

Þetta verður tíundi leikmaðurinn sem Sunderland fær í glugganum og er eyðslan komin upp í 112 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner