PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 17:03
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Ekkert fær Jordan stöðvað - Eggert Gunnþór bjargaði stigi í uppbótartíma
Adeyemo er kominn með 16 mörk í deildinni
Adeyemo er kominn með 16 mörk í deildinni
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Eggert Gunnþór bjargaði stigi fyrir KFA
Eggert Gunnþór bjargaði stigi fyrir KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðismenn unnu Gróttu
Víðismenn unnu Gróttu
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Jordan Adeyemo skoraði tvö mörk er Ægir vann öruggan 4-0 sigur á Haukum í 2. deild karla í dag. Ægir er á toppnum með átta stiga forystu.

Haukar 0 - 4 Ægir
0-1 Jordan Adeyemo ('45 )
0-2 Sigurður Óli Guðjónsson ('70 )
0-3 Jordan Adeyemo ('82 )
0-4 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('85 )
Rautt spjald: Ísak Jónsson , Haukar ('90)

Jordan kom til Ægis fyrir tímabilið og verið algerlega stórkostlegur á tímabilinu.

Haukar voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum, en Ægismenn náðu þrátt fyrir það að lauma inn einu marki í gegnum Jordan. Í þeim síðari settu Ægismenn meiri kraft í hlutina og skoruðu þrjú mörk áður en flautað var til leiksloka.

Sigurður Óli Guðjónsson skoraði á 70. mínútu og tólf mínútum síðar gerði Jordan 16. deildarmark sitt í sumar áður en Elvar Orri Sigurbjörnsson rak síðasta naglann í kistu Hauka.

Til að bæta gráu ofan á svart hjá Haukum þá fékk fyrirliðinn Ísak Jónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ægir er með 35 stig og nú með átta stiga forystu á toppnum, en Haukar í 5. sæti með 24 stig.

Haukar Sveinn Óli Guðnason (m), Ísak Jónsson, Eiríkur Örn Beck (70'), Fannar Óli Friðleifsson, Máni Mar Steinbjörnsson, Haukur Darri Pálsson (70'), Daði Snær Ingason, Andri Steinn Ingvarsson (65'), Alexander Aron Tómasson (70'), Daníel Smári Sigurðsson, Guðjón Pétur Lýðsson (84')
Varamenn Ævar Daði Segatta (70'), Sigurður Hrannar Þorsteinsson (65'), Kostiantyn Iaroshenko (70'), Óliver Steinar Guðmundsson (84'), Hallur Húni Þorsteinsson, Arnar Bjarki Björgvinsson (70'), Þorsteinn Ómar Ágústsson (m)

Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Jordan Adeyemo, Dimitrije Cokic (70'), Sigurður Óli Guðjónsson, Einar Breki Sverrisson, Ivan Rodrigo Moran Blanco, Guðmundur Stefánsson (46'), Benedikt Darri Gunnarsson (66'), Daníel Karl Þrastarson, Baptiste Gateau (25')
Varamenn Anton Breki Viktorsson (66), Aron Fannar Hreinsson, Bilal Kamal (25), Aron Daníel Arnalds, Elvar Orri Sigurbjörnsson (46), Kristján Daði Runólfsson (70), Aron Óskar Þorleifsson (m)

Þróttur V. 1 - 1 KFA
1-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('64 )
1-1 Eggert Gunnþór Jónsson ('90 )

KFA braut hjörtun í Vogamönnum í 1-1 jafntefli liðanna á Vogaídýfu-vellinum.

Rúnar Ingi Eysteinsson, markahæsti maður Vogamanna á tímabilinu, skoraði 10. mark sitt á 64. mínútu leiksins, en á fimmtu mínútu í uppbótartíma jöfnuðu KFA-menn með marki varamannsins og reynsluboltans Eggerts Gunnþórs Jónssonar og þar við sat.

Vogamenn eru í 2. sæti með 27 stig en KFA í 8. sæti með 21 stig.

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Ólafur Örn Eyjólfsson (51'), Auðun Gauti Auðunsson, Anton Breki Óskarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Guðni Sigþórsson, Jóhannes Karl Bárðarson, Ásgeir Marteinsson (78'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul, Birgir Halldórsson (51')
Varamenn Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson (78'), Franz Bergmann Heimisson, Jón Jökull Hjaltason (51'), Almar Máni Þórisson (51'), Eiður Baldvin Baldvinsson, Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

KFA Danny El-Hage (m), Unnar Ari Hansson, Geir Sigurbjörn Ómarsson, Birkir Ingi Óskarsson (70'), Javier Montserrat Munoz (70'), Jacques Bayo Mben, Hrafn Guðmundsson, Imanol Vergara Gonzalez, Heiðar Snær Ragnarsson (78'), Jawed Abd El Resak Boumeddane, Arkadiusz Jan Grzelak
Varamenn Eggert Gunnþór Jónsson (70), Esteban Selpa (78), Ólafur Bernharð Hallgrímsson (70), Marteinn Már Sverrisson (63), Hlynur Bjarnason, Arnór Berg Grétarsson, Milan Jelovac (m)

Höttur/Huginn 0 - 0 KFG

Höttur/Huginn og KFG gerðu markalaust jafntefli á Fellavelli á Egilsstöðum.

Þetta er aðeins þriðji leikurinn í allt sumar þar sem ekkert er skorað og hefur KFG spilað tvo þeirra, en liðið gerði einnig markalaust jafntefli við Ægi í 1. umferð og þá vantaði einnig mörkin hjá Vogamönnum og Gróttu í byrjun júlí.

Úrslitin gera ekkert svakalega mikið fyrir Hött/Huginn sem er í næst neðsta sæti með 14 stig á meðan KFG er í 9. sæti með 20 stig.

Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed, Eyþór Magnússon, Genis Arrastraria Caballe, Rafael Llop Caballe, Danilo Milenkovic, Þórhallur Ási Aðalsteinsson, Bjarki Fannar Helgason, Árni Veigar Árnason, Marti Prera Escobedo, Kristján Jakob Ásgrímsson
Varamenn Sæbjörn Guðlaugsson, Valdimar Brimir Hilmarsson, Bjarki Nóel Brynjarsson, Ívar Logi Jóhannsson, Kristófer Bjarki Hafþórsson, Heiðar Logi Jónsson, Kristófer Máni Sigurðsson

KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson, Benedikt Pálmason, Atli Freyr Þorleifsson, Kristján Ólafsson, Arnar Ingi Valgeirsson, Kári Vilberg Atlason, Daníel Darri Þorkelsson, Dagur Óli Grétarsson, Djordje Biberdzic, Jökull Sveinsson
Varamenn Stefán Alex Ríkarðsson, Tómas Orri Almarsson, Arnar Darri Þorleifsson, Eyþór Örn Eyþórsson, Henrik Máni B. Hilmarsson

Grótta 0 - 2 Víðir
0-1 Markús Máni Jónsson ('35 )
0-2 Dominic Lee Briggs ('89 )

Víðir lagði Gróttu að velli, 2-0, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Markús Máni Jónsson skoraði fyrra mark Víðis á 35. mínútu og bætti Dominic Lee Briggs við öðru og tryggði sigurinn þegar lítið var eftir.

Frábær sigur Víðis sem er þó áfram á botninum með 12 stig en Grótta í 4. sæti með 26 stig og tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Grótta Alexander Arnarsson (m), Kristófer Melsted, Patrik Orri Pétursson, Caden Robert McLagan, Axel Sigurðarson, Kristófer Dan Þórðarson, Andri Freyr Jónasson (80'), Birgir Davíðsson Scheving (46'), Þórður Sveinn Einarsson (46'), Hrannar Ingi Magnússon (46'), Marciano Aziz
Varamenn Dagur Bjarkason (46'), Pétur Theódór Árnason (46'), Björgvin Stefánsson (46'), Einar Tómas Sveinbjarnarson (90'), Halldór Hilmir Thorsteinson (80'), Elmar Freyr Hauksson, Patrekur Ingi Þorsteinsson (m)

Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia, Pablo Castiello Montes (78'), Cameron Michael Briggs, Valur Þór Hákonarson, Markús Máni Jónsson, David Toro Jimenez, Hammed Obafemi Lawal (62'), Erlendur Guðnason, Alexis Alexandrenne (69'), Uros Jemovic (62'), Róbert William G. Bagguley
Varamenn Aron Örn Hákonarson (62), Dominic Lee Briggs (62), Paolo Gratton (69), Ottó Helgason, Jón Garðar Arnarsson, Cristovao A. F. Da S. Martins (78), Angel Rodriguez Malo Paredes
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 16 11 2 3 48 - 24 +24 35
2.    Dalvík/Reynir 16 9 2 5 29 - 15 +14 29
3.    Þróttur V. 16 8 3 5 23 - 19 +4 27
4.    Grótta 16 7 5 4 24 - 18 +6 26
5.    Víkingur Ó. 16 7 4 5 32 - 25 +7 25
6.    Haukar 16 7 3 6 28 - 28 0 24
7.    Kormákur/Hvöt 16 8 0 8 24 - 29 -5 24
8.    KFA 16 6 3 7 38 - 36 +2 21
9.    KFG 16 6 2 8 27 - 35 -8 20
10.    Kári 16 5 0 11 20 - 39 -19 15
11.    Höttur/Huginn 16 3 5 8 20 - 35 -15 14
12.    Víðir 16 3 3 10 19 - 29 -10 12
Athugasemdir
banner