PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Bjarmi Fannar hetja Dalvíkur/Reynis - Sterkur sigur Víkings
Bjarmi Fannar
Bjarmi Fannar
Mynd: Dalvík/Reynir
Kormákur/Hvöt og Víkingur Ólafsvík komust í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins í síðustu viku. Liðin mættust í 2. deild í dag.

Kormákur/Hvöt hafði unnið fjóra deildarleiki í röð fyrir leik dagsins. Víkingi tókst hins vegar að stöðva þessa sigurgöngu en Víkingur hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Víkingur fór upp fyrir Kormák/Hvöt með þessum sigri. Víkingur er í 5. sæti með 25 stig en Kormákur/Hvöt er í 7. sæti með 24 stig.

Bjarmi Fannar Óskarsson var hetja Dalvíkur/Reynis þegar liðið vann Kára. Dalvík/Reynir er í 2. sæti með 29 stig, sex stigum á eftir toppliði Ægis. Kári er 10. sæti með 15 stig.

Kormákur/Hvöt 0 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Luis Alberto Diez Ocerin ('40 )
0-2 Ellert Gauti Heiðarsson ('61 )

Kári 1 - 3 Dalvík/Reynir
0-1 Remi Marie Emeriau ('15 )
1-1 Matthías Daði Gunnarsson ('62 )
1-2 Bjarmi Fannar Óskarsson ('71 )
1-3 Bjarmi Fannar Óskarsson ('87 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 16 11 2 3 48 - 24 +24 35
2.    Dalvík/Reynir 16 9 2 5 29 - 15 +14 29
3.    Þróttur V. 16 8 3 5 23 - 19 +4 27
4.    Grótta 16 7 5 4 24 - 18 +6 26
5.    Víkingur Ó. 16 7 4 5 32 - 25 +7 25
6.    Haukar 16 7 3 6 28 - 28 0 24
7.    Kormákur/Hvöt 16 8 0 8 24 - 29 -5 24
8.    KFA 16 6 3 7 38 - 36 +2 21
9.    KFG 16 6 2 8 27 - 35 -8 20
10.    Kári 16 5 0 11 20 - 39 -19 15
11.    Höttur/Huginn 16 3 5 8 20 - 35 -15 14
12.    Víðir 16 3 3 10 19 - 29 -10 12
Athugasemdir
banner
banner
banner