PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nunez til Al-HIlal (Staðfest)
Mynd: EPA
Liverpool hefur staðfest að Darwin Nunez sé genginn til liðs við sádi-arabíska félagið Al-Hilal. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Úrúgvæjinn gekk til liðs við Liverpool frá Benfica árið 2022. Hann lék 143 leiki og skoraði 40 mörk. Hann vann úrvalsdeildina og enska deildabikarinn með liðinu.

Al-Hilal borgar um 53 milljónir evra fyrir framherjann. Liverpool dreymir um að fá Alexander Isak til félagsins en Newcastle hafnaði fyrsta tilboðinu sem hljóðaði upp á 110 milljónir punda.

Leikmenn á borð við Aleksandar Mitrovic, Ruben Neves, Kalidou Koulibaly, Joao Cancelo, Theo Hernandez og Renan Lodi eru leikmenn Al-HIlal. Simone Inzaghi er stjóri liðsins.


Athugasemdir
banner
banner