PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 16:09
Brynjar Ingi Erluson
Diljá lagði upp mark í fyrsta byrjunarliðsleiknum - Öruggt hjá Sædísi
Kvenaboltinn
Diljá byrjar vel hjá Brann
Diljá byrjar vel hjá Brann
Mynd: Brann
Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers gerði góða hluti í fyrsta byrjunarsliðsleik sínum með norska liðinu Brann sem vann 3-0 sigur á Lilleström í deildinni i dag.

Diljá gekk í raðir Brann frá Leuven í sumar en hún kom inn af bekknum með liðinu á dögunum áður en hún fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag.

Hún lagði upp fyrsta mark Brann fyrir Signe Gaupset á 28. mínútu leiksins. Alls lék hún rúman klukkutíma áður en henni var skipt af velli. Brenna Lovera, fyrrum leikmaður ÍBV og Selfoss, kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Brann er á toppnum í deildinni með 41 stig, einu stigi meira en Vålerenga sem vann öruggan 3-0 sigur á Roa. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Marie Jóhannsdóttir spilaði hálfleik í 3-1 sigri Molde á Ham/Kam í B-deildinni. Molde er í öðru sæti með 27 stig.

Fanney Inga Birkisdóttir var á bekknum hjá Häcken sem vann Djurgården 4-1 í sænsku úrvalsdeildinni og þá var Hafrún Rakel Halldórsdóttir allan tímann á bekknum er Bröndby gerði markalaust jafntefli við Danmerkurmeistara Fortuna Hjörring í 1. umferð dönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner