Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   lau 09. ágúst 2025 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður að hafa komið tvisvar til baka gegn ótrúlega sterku liði. Mér finnst hrikalega gaman að horfa á Þrótt spila fótbolta, þeir eru hrikalega góðir að halda boltanum, mikið hrós á þá," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir jafntefli gegn Þrótti á Húsavík í dag.

„Fyrri hálfleikur var gríðarlega litaður að því að þeir stjórnuðu allri umferð. Við vorum lélegir að halda í boltann og fyrir vikið var þetta einstefna á boltanum en að sama skapi sköpuðu þeir ekki mikið af færum, aðallega að ógna með skotum fyrir utan teig."

„Í seinni hálfleik finnst mér leikurinn jafnast mjög mikið. Held að hann hafi verið stórskemmtilegur fyrir augað. Við vorum betri á boltanum sem gerði það að verkum að leikurinn varð opnari í báða enda, mörk og stuð, bæði lið hefðu getað stolið þessu."

Sigurvin Ólafsson, þjáflari Þróttar, taldi að seinna mark Völsungs hafi verið ólöglegt.

„Ég held að það sé ekki rétt. Ég er nátturulega hlutdrægur, ég held að það sé ekki rétt en kannski ef ég sé það aftur þá var það kannski. Það var mjög gott mark, á því augnabliki vorum við búnir að vera frábærir. Það er ótrúlegt hvað mörkin í þessum leik breyttu leiknum því þegar þeir skora tökum við yfir og þegar við skorum tóku þeir yfir og svo gerðist það einu sinni enn," sagði Alli Jói.

Völsungur fær Þór í heimsókn í næsta leik en Völsungur vann fyrri leikinn í Boganum þar sem stuðningsmenn liðsins fjölmenntu í Bogann.

„Síðasti leikur var gríðarlega skemmtilegur, það var troðfullur Boginn. Ég ætla að vona að það komi margir frá Akureyri eins og það komu margir frá Húsavík þegar við spiluðum þar. Ég ætla rétt að vona að við fjölmennum og það verði brjáluð stemning og það verður skemmtilegt. Það kryddar allt saman að geta haft svona alvöru nágrannaslagi, ég hlakka mikið til og vona að fleiri geri það líka."
Athugasemdir
banner