Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   lau 09. ágúst 2025 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Mér fannst við eiga það skilið, spilamennskan og frammistaðan var á því kaliberi að þrjú stig finnst mér sanngjarnt," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir jafntefli liðsins gegn Völsungi á Húsavík í dag.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  2 Þróttur R.

„Þetta er þolinmæðisverk, við fengum ekki mikið af færum í fyrri hálfleik. Við vorum örugglega með boltann 80% en það fannst mér byrja að skila sér í seinni hálfleik. Völsungur orðnir þreyttir á að eltast við okkur. Því miður í þessi fáu skipti sem þeir skutust upp náðu þeir að búa til tvö mörk."

Venni taldi að seinna mark Völsung hafi verið ólöglegt.

„Ég er svekktastur með þetta jöfnunarmark í þessum leik sem ég held að sé gjörsamlega kolólöglegt. Það svíður ennþá meira að vera 2-1 yfir og fá á sig þetta mark þar sem var augljóslega brotið á Eiríki í aðdraganda marksins, undarlegt að dómarinn skildi ekki flauta á það," sagði Venni.

Liam Daði Jeffs kom inn á í hálfleik fyrir Vilhjálm Kaldal Sigurðsson og skoraði bæði mörk Þróttar.

„Villi sem spilaði fyrri hálfleik á þátt í þessum tveimur mörkum. Hann var að tarfast í varnarmönnunum í fyrri hálfleik og náði að þreyta þá. Þá var frábært að geta sett eins góðan og ferskan leikmann inn á eins og Liam og svo Viktor aðeins seinna til að ganga frá þessu. Viktor átti síðan skot í stöng í stöðunni 2-2. Planið um að fá inn ferskar fætur til að klára leikinn gekk næstum því eftir," sagði Venni.
Athugasemdir