PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   lau 09. ágúst 2025 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Mér fannst við eiga það skilið, spilamennskan og frammistaðan var á því kaliberi að þrjú stig finnst mér sanngjarnt," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir jafntefli liðsins gegn Völsungi á Húsavík í dag.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  2 Þróttur R.

„Þetta er þolinmæðisverk, við fengum ekki mikið af færum í fyrri hálfleik. Við vorum örugglega með boltann 80% en það fannst mér byrja að skila sér í seinni hálfleik. Völsungur orðnir þreyttir á að eltast við okkur. Því miður í þessi fáu skipti sem þeir skutust upp náðu þeir að búa til tvö mörk."

Venni taldi að seinna mark Völsung hafi verið ólöglegt.

„Ég er svekktastur með þetta jöfnunarmark í þessum leik sem ég held að sé gjörsamlega kolólöglegt. Það svíður ennþá meira að vera 2-1 yfir og fá á sig þetta mark þar sem var augljóslega brotið á Eiríki í aðdraganda marksins, undarlegt að dómarinn skildi ekki flauta á það," sagði Venni.

Liam Daði Jeffs kom inn á í hálfleik fyrir Vilhjálm Kaldal Sigurðsson og skoraði bæði mörk Þróttar.

„Villi sem spilaði fyrri hálfleik á þátt í þessum tveimur mörkum. Hann var að tarfast í varnarmönnunum í fyrri hálfleik og náði að þreyta þá. Þá var frábært að geta sett eins góðan og ferskan leikmann inn á eins og Liam og svo Viktor aðeins seinna til að ganga frá þessu. Viktor átti síðan skot í stöng í stöðunni 2-2. Planið um að fá inn ferskar fætur til að klára leikinn gekk næstum því eftir," sagði Venni.
Athugasemdir
banner
banner