Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 09. september 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Árbæingar búa sig undir að bikarinn fari á loft á morgun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferð Lengjudeildarinnar verður öll leikin á morgun, laugardag. Úrslitin í deildinni eru þegar ráðin; Fylkir og HK leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Það eru einmitt liðin sem féllu úr efstu deild í fyrra. KV og Þróttur Vogum eru fallin, liðin sem komu upp úr 2. deildinni.

Fylkir getur tryggt sér efsta sætið og þar með bikarinn þegar liðið fær fallna Þróttara í heimsókn í Árbæinn. Það má fastlega búast við heimasigri þar og að bikarinn fari á loft eftir leikinn.

Fylkismenn hafa sett saman veglega dagskrá með bílasýningu, candyflosi, ís og grilluðum hamborgurum.

Laugardagur - Lengjudeild karla
14:00 Grindavík-HK (Grindavíkurvöllur)
14:00 Fylkir-Þróttur V. (Würth völlurinn)
14:00 KV-Þór (KR-völlur)
14:00 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn)
14:00 Vestri-Selfoss (Olísvöllurinn)
14:00 Kórdrengir-Afturelding (Framvöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner