Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 09. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
„Get ekki beðið eftir því að fá að upplifa þetta aftur"
Icelandair
Mikael í leiknum gegn Svartfjallalandi á föstudag.
Mikael í leiknum gegn Svartfjallalandi á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í Izmir í Tyrklandi í gær.
Frá æfingu Íslands í Izmir í Tyrklandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég hef spilað í Tyrklandi áður og það var geggjað," sagði landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á dögunum.

Í kvöld spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni en strákarnir okkar heimsækja þá Tyrkland.

Það má búast við miklum látum í Izmir í kvöld en tyrkneskir fótboltaaðdáendur eru líklega þeir háværustu og ástríðufyllstu í heiminum.

„Ég get ekki beðið eftir því að fá að upplifa þetta aftur. Það eru alltaf ógeðslega mikil læti og ég get ekki beðið eftir því að fá að spila þarna aftur," sagði Mikael jafnframt.

Íslenska landsliðið hefur áður sótt mjög góð úrslit í Tyrklandi og vonandi gerist það aftur í kvöld.

„Það er alltaf gaman að spila í Tyrklandi. Það er auðvitað gríðarlega erfiður staður að fara á en við höfum sýnt það að við getum strítt þeim á útivelli og heimavelli. Við munum klárlega reyna að gera það. Við þurfum að vera sterkir varnarlega og nýta boltann vel þegar við fáum hann," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands, við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner