Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bröndby ræður fyrrum stjóra úr ensku úrvalsdeildinni
Frederik Birk á Víkingsvelli. Hann hefur verið látinn taka pokann sinn.
Frederik Birk á Víkingsvelli. Hann hefur verið látinn taka pokann sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby, eitt stærsta félag Danmerkur, hefur tekið ákvörðun um að reka Frederik Birk úr starfi þjálfara liðsins.

Birk var þjálfari Bröndby þegar liðið mætti Víkingi Reykjavík í forkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum. Bröndby tapaði fyrri leiknum 3-0 á Víkingsvelli en tókst að snúa einvíginu við á heimavelli.

Árangurinn var hins vegar ekki nægilega öflugur hjá Birk og hann hefur núna verið rekinn.

Bröndby er búið að finna mann í staðinn og það eru vægast sagt áhugaverðar fréttir. Steve Cooper, fyrrum stjóri Leicester og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, er tekinn við starfinu. Hann skrifar undir samning til 2028 við Bröndby.

„Steve getur lyft félaginu öllu upp á næsta stig," segir í tilkynningu Bröndby.

Fyrsta verkefni Cooper með Bröndby verður gegn erkifjendunum í FC Kaupmannahöfn á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner