Sóknarmaðurinn Liam Delap mun byrja að æfa aftur með Chelsea í nóvember eftir meiðsli sem hann varð fyrir í 2-0 sigri gegn Fulham fyrir landsleikjahlé.
Delap sleppur við að fara í aðgerð út af meiðslunum sem eru aftan í læri.
Delap sleppur við að fara í aðgerð út af meiðslunum sem eru aftan í læri.
Búist er við því að meiðslin muni halda honum frá vellinum í um tíu vikur og að hann geti byrjað að æfa aftur í nóvember.
Delap var keyptur til Chelsea frá Ipswich í sumar og hefur verið að byrja fyrir Lundúnafélagið í upphafi tímabilsins.
Meiðsli Delap urðu til þess að Chelsea kallaði Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland.
Athugasemdir