Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 22:52
Mate Dalmay
París
Deschamps: Þetta var ekki heppni, þetta var ákvörðun dómarans
Icelandair
Deschamps er ekki vinsæll í París
Deschamps er ekki vinsæll í París
Mynd: EPA

Þjálfari Frakka mætti fúll á móti á blaðamannafund eftir 2-1 sigur gegn Íslandi. Einhverjir í stúkunni púuðu á Deschamps eftir leik. 

„Við erum með 6 stig. Þetta var frábær gluggi fyrir okkur. Ég heyrði ekki neitt baul á mig, ég var farinn inn í klefa. Það var púað á Rabiot allan leikinn, ætli þetta hafi ekki verið sömu aðilar. Við erum báðir frá Marseilles og erum ekki vinsælir hér í París. Ég ætla ekki að væla yfir stuðningsmönnum Frakklands hérna, þeir styðja alltaf vel við bakið á liðinu." sagði ekkert rosalega hress Didier Deschamps við blaðamenn Frakka sem kepptust um að fá næstir míkrófóninn.


Mbappe er fyrirliði Frakklands og tók í kvöld framúr Thierry Henry á markaskora lista Frakka. Aðeins Oliver Giroud hefur skorað fleiri landsliðsmörk. 

„Ég er mjög ánægður með Kylian. Hann skilaði stoðsendingu og marki í dag. Hann er frábær fyrirliði og fyrirmynd. Hann blómstrar og smitar út frá sér. Hann byrjaði svo ungur að spila á allra stærsta sviðinu að hann mun bæta öll met. Hann á rosalega mörg frábær ár framundan."

En voru Frakka heppnir í lokin? Bjargaði dómarinn sigrinum?

„Þetta var ekki heppni, þetta var ákvörðun dómarans það er ekki heppni. VAR heyrðu í honum og þá þarf hann að fara og skoða atvikið.  Kollegi minn, þjálfari Íslands, var pirraður, en ekki út í mig það er ekki mér að kenna hvað dómarinn dæmir," sagði Deschamps að lokum og kvaddi. 


Athugasemdir
banner