Albert Guðmundsson fór meiddur af velli í leik Íslands og Aserbaídsjan á dögunum.
Albert sneri sig á ökkla og yfirgaf Laugardalsvöll á hækjum. Hann ferðaðist svo ekki með íslenska liðinu til Frakklands.
Albert sneri sig á ökkla og yfirgaf Laugardalsvöll á hækjum. Hann ferðaðist svo ekki með íslenska liðinu til Frakklands.
Hann er mættur aftur til Fiorentina, félagsliðs síns á Ítalíu, en þaðan kom yfirlýsingin núna í dag.
Þar segir að Albert hafi verið í skoðunum í gærkvöldi og hann hafi núna hafið endurhæfingu með læknateymi Fiorentina.
Það verði svo metið á næstu dögum hvort hann geti spilað á laugardaginn gegn Napoli. Það virðist allavega ekki útilokað. Meiðslin eru þá ekki mjög alvarleg sem eru góðar fréttir.
Athugasemdir