Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki útilokað að Albert spili á laugardaginn
Albert í leiknum gegn Aserbaídsjan.
Albert í leiknum gegn Aserbaídsjan.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Albert Guðmundsson fór meiddur af velli í leik Íslands og Aserbaídsjan á dögunum.

Albert sneri sig á ökkla og yfirgaf Laugardalsvöll á hækjum. Hann ferðaðist svo ekki með íslenska liðinu til Frakklands.

Hann er mættur aftur til Fiorentina, félagsliðs síns á Ítalíu, en þaðan kom yfirlýsingin núna í dag.

Þar segir að Albert hafi verið í skoðunum í gærkvöldi og hann hafi núna hafið endurhæfingu með læknateymi Fiorentina.

Það verði svo metið á næstu dögum hvort hann geti spilað á laugardaginn gegn Napoli. Það virðist allavega ekki útilokað. Meiðslin eru þá ekki mjög alvarleg sem eru góðar fréttir.
Athugasemdir
banner