Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Isak: Ég ræð því ekki hvað fólk segir og skrifar
Mynd: Liverpool
Alexander Isak steig í fyrsta sinn inn á fótboltavöll í gær síðan 25. maí þegar hann spilaði sinn síðasta deildarleik fyrir Newcastle.

Isak gekk til liðs við Liverpool í sumar en hann spilaði ekki æfingaleiki með Newcastle þar sem hann fór í verkfall.

Hann kom inn á sem varamaður þegar Svíþjóð tapaði óvænt gegn Kósovó í undankeppni HM en Svíþjóð gerði jafntefli gegn Slóveníu fyrir helgi.

Isak ræddi við sænska miðilinn Expressen um skiptin til Liverpool.

„Það er alltaf gaman fyrir leikmann að fara til félags sem kann vel við þig og hefur trú á því að þú passir vel inn í liðið sem mikilvægur leikmaður. Þetta er stórkostlegt félag með mikla sögu," sagði Isak.

„Það eru ekki allir með heildarmyndina en það er umræða fyrir annan dag. Núna er svekkelsi með úrslitin en það er spenna varðandi Liverpool."

Það voru vangaveltur um það hvort Liverpool hafi stjórnað því hversu mikið hann fékk að spila fyrir sænska landsliðið.

„Ekki svo ég viti, ég er með landsliðinu núna, það er ljóst að félög og landslið ræða saman en það er á milli þeirra. Það er hluti af fótboltanum, ég ræð því ekki hvað fólk segir og skrifar. Ég er bara ánægður að vera orðinn leikmaður LIverpool, ég vildi það."

Hann var spurður að því hvort hann sæi eftir einhverju.

„Það er hægt að ræða ýmislegt en þetta er búið að vera lærdómsríkt. Ég er ánægður með niðurstöðuna, ég er ánægður og stoltur af þvi að vera leikmaður Liverpool," sagði Isak.
Athugasemdir
banner
banner