Arsenal-maðurinn Myles Lewis-Skelly verður utan hóps þegar England mætir Serbíu í undankeppni HM í kvöld.
Þetta er stærsta prófið hjá Thomas Tuchel sem landsliðsþjálfara Englands til þessa.
Þetta er stærsta prófið hjá Thomas Tuchel sem landsliðsþjálfara Englands til þessa.
England fór með 24 leikmenn til Belgrad en það mega bara 23 leikmenn vera í leikdagshópnum. Það fellur í hlut Lewis-Skelly að sitja upp í stúku.
Jarrell Quansah, varnarmaður Bayer Leverkusen, var utan hóps í sigrinum gegn Andorra en núna er það Lewis-Skelly sem verður ekki með.
Lewis-Skelly byrjaði gegn Andorra og spilaði allan leikinn þar.
Athugasemdir