City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   þri 09. september 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewis-Skelly skilinn eftir utan hóps
Myles Lewis-Skelly.
Myles Lewis-Skelly.
Mynd: EPA
Arsenal-maðurinn Myles Lewis-Skelly verður utan hóps þegar England mætir Serbíu í undankeppni HM í kvöld.

Þetta er stærsta prófið hjá Thomas Tuchel sem landsliðsþjálfara Englands til þessa.

England fór með 24 leikmenn til Belgrad en það mega bara 23 leikmenn vera í leikdagshópnum. Það fellur í hlut Lewis-Skelly að sitja upp í stúku.

Jarrell Quansah, varnarmaður Bayer Leverkusen, var utan hóps í sigrinum gegn Andorra en núna er það Lewis-Skelly sem verður ekki með.

Lewis-Skelly byrjaði gegn Andorra og spilaði allan leikinn þar.
Athugasemdir
banner
banner