
Það var grátlegt tap gegn Frakklandi í París í kvöld í undankeppni HM. Ísland náði forystunni en Frakkar komu til baka. Andri Lucas skoraði síðan mark í blálokin sem var dæmt af þar sem hann var talinn brotlegur.
Kantmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í vinstri bakverðinum gegn Aserbaísjan og í kvöld gegn Frökkum. Kári Árnason, sérfræðingur á SÝN Sport, hrósaði honum sérstaklega eftir leikinn.
Kantmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í vinstri bakverðinum gegn Aserbaísjan og í kvöld gegn Frökkum. Kári Árnason, sérfræðingur á SÝN Sport, hrósaði honum sérstaklega eftir leikinn.
„Arnar er að fá allskonar svör, Mikael Egill var frábær í vinstri bakverðinum og Mikael Neville líka. Mikael Egill klárar 90 mínútur á fullu," sagði Kári.
„Hann er heldur betur að festa sig í vinstri bakverðinum. Ég er auðvitað Loga maður í grunninn þá er ekki hægt að horfa framhjá frammistöðunni í þessum tveimur leikjum frá Mikael."
Athugasemdir