Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefna stúku í höfuðið á Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Hollenska félagið Willem II hefur nefnt stúku á unglingavelli sínum í höfuðið á Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool.

Van Dijk var viðstaddur þegar stúkan var vígð í morgun.

Van Dijk kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og varð svo einn besti varnarmaður fótboltasögunnar.

Vegferð Van Dijk hófst hjá Willem II og félagið vildi heiðra varnarmanninn sterka.

„Það gerir mig ótrúlega stoltan að stúka hér á akademíuvellinum sé nefnd í höfuðið á mér. Willem II spilaði mikilvægt hlutverk í mínu lífi og minni þróun sem fótboltamanns," segir Van Dijk sem finnur enn fyrir sterkri tengingu við félagið.


Athugasemdir
banner