Hollenska félagið Willem II hefur nefnt stúku á unglingavelli sínum í höfuðið á Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool.
Van Dijk var viðstaddur þegar stúkan var vígð í morgun.
Van Dijk var viðstaddur þegar stúkan var vígð í morgun.
Van Dijk kom upp í gegnum unglingastarf félagsins og varð svo einn besti varnarmaður fótboltasögunnar.
Vegferð Van Dijk hófst hjá Willem II og félagið vildi heiðra varnarmanninn sterka.
„Það gerir mig ótrúlega stoltan að stúka hér á akademíuvellinum sé nefnd í höfuðið á mér. Willem II spilaði mikilvægt hlutverk í mínu lífi og minni þróun sem fótboltamanns," segir Van Dijk sem finnur enn fyrir sterkri tengingu við félagið.
???????????? ???????????????????????????????? | Virgil van Dijk now has a stand named after him at the Willem II youth academy! ???????
— EuroFoot (@eurofootcom) September 9, 2025
Statement: "The stand is a special gift from the club to Van Dijk... a former Willem II youth player who grew into one of the best defenders in the world." pic.twitter.com/czp59T2w27
Athugasemdir