Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard alveg sama um ummæli Tony Adams
Ödegaard hér til vinstri.
Ödegaard hér til vinstri.
Mynd: EPA
Martin Ödegaard segist vera alveg sama um það sem Tony Adams, goðsögn hjá Arsenal, sagði á dögunum.

Ödegaard var gerður að fyrirliða fyrir 2022-23 tímabilið en síðan þá hefur Arsenal endað þrisvar í röð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Adams, sem var lengi fyrirliði Lundúnafélagsins, kallaði eftir því að Arsenal myndi gera fyrirliðabreytingu fyrir tímabilið. Hann talaði um að fyrirliðabandið væri kannski of stórt fyrir Ödegaard og það myndi hjálpa honum að spila með meira frjálsræði ef hann væri ekki fyrirliði.

Ödegaard var spurður út í þetta í landsliðsverkefni með Noregi og sagði þá: „Mér er alveg sama. Fólk má hafa sínar skoðanir og það er allt í lagi mín vegna. Mér er alveg sama hvað allir segja."

„Það er margt jákvætt og neikvætt sagt. Ég get ekki látið það hafa áhrif á mig."
Athugasemdir