Ange Postecoglou, fyrrum stjóri Tottenham, er að taka við af Nuno Espirito Santo sem stjóri Nottingham Forest.
David Ornstein, blaðamaður The Athletic, fullyrðir að Postecoglou verði tekinn við sem stjóri Forest í dag.
Þá kemur jafnframt stór hluti af teymi Postecoglou sem var með honum hjá Tottenham. Þá kemur fram að Ange stýri liðinu gegn Arsenal um komandi helgi.
Postecoglou var látinn taka poka sinn hjá Tottenham í vor eftir að hafa gert Tottenham að Evrópudeildarmeisturum og um leið tryggt Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð.
Espirito Santo var rekinn í gærkvöld eftir að hafa tjáð sig um samband sitt við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins. Espirito Santo sagði að samband þeirra væri mjög stirt fyrir skömmu.
Nottingham Forest er með fjögur stig eftir þrjá leiki og mætir Arsenal um helgina. Liðið endaði í sjöunda sæti undir stjórn Espirito Santo á síðasta tímabili.
Athugasemdir