Stuðningsmenn Manchester United fagna því núna að markvörðurinn Andre Onana sé að yfirgefa félagið.
Hann er á leið til tyrkneska félagsins Trabzonspor á láni út tímabilið.
Hann er á leið til tyrkneska félagsins Trabzonspor á láni út tímabilið.
Kaupin á Onana frá Inter misheppnuðust algjörlega. Vefmiðillinn Goal gengur svo langt að segja að kaupin á Onana séu þau verstu hjá Manchester United í 20 ár.
Það segir mikið miðað við hversu mörg léleg kaup United hefur gert undanfarin misseri.
„Þessi skipti þýða það að hann spilar ekki lengur á hæsta stigi fótboltans og mun ekki gera það aftur. Onana hefur verið það lélegur á Old Trafford að hann rústaði orðspori sínu," segir í grein miðilsins en Onana gerði ótal mistök á tíma sínum hjá Man Utd.
Athugasemdir