City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   þri 09. september 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Frakkar komnir yfir
Icelandair
Mynd: EPA
Frakkar hafa tekið forystuna gegn Ísland í Prinsavöllum í París í undankeppni HM.

Ísland náði forystunni þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eftir góða pressu. Kylian Mbappe jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

Íslenska vörnin sofnaði á verðinum eftir klukkutíma leik þegar Kylian Mbappe slapp í gegn.

„Löng sending inn fyrir á Mbappe, sem er með þeim fljótari og stingur íslensku varnarmennina af. Hann gefur fyrir á Barcola sem setur boltann í autt netið," skrifaði Kári Snorrason í textalýsinguna.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner