Joao Mendes, sonur Ronaldinho, heldur áfram að reyna að koma sér áfram í fótboltanum. Hann er núna sagður vera að semja við Hull City sem leikur í næst efstu deild Englands.
Mendes var síðast á mála hjá Burnley en samningur hans þar var ekki endurnýjaður eftir síðasta tímabil.
Mendes var síðast á mála hjá Burnley en samningur hans þar var ekki endurnýjaður eftir síðasta tímabil.
Hann hefur því verið að leita sér að nýju félagi og er að semja við Hull þar sem hann mun fara í U21 liðið.
Brasilíski leikmaðurinn er uppalinn hjá Cruzeiro í heimalandinu en fór svo til Barcelona í gegnum sambönd föður síns. Hann samdi svo við Burnley en náði ekki að spila með aðalliðinu þar.
Mendes er tvítugur og spilar á kantinum eins og pabbi sinn. Hann segist stoltur af því að vera sonur Ronaldinho en reynir að spila fótbolta á sinn hátt.
Athugasemdir